Aðferð:
Saxið möndlurnar í u.þ.b. þrennt og setjið í eldfast mót, blandið smá ólífuolíu og saltið smá. Bakið við 150°C í u.þ.b. 15–20 mín. án þess þó að þær brenni. Bræðið smjörið á pönnu og steikið ýsuna á snarpheitri pönnunni, kryddið með salti og pipar. Stráið yfir söxuðu möndlunum ásamt safanum úr sítrónunni og rækjunum, veltið á pönnunni í smá stund og berið fram.