Steiktur þorskur með linsubaunapottrétti

Uppskrift fyrir 4
35-45 mín
6 mín

Innihald:

 • 800 g þorskur
 • 2 stk hvítlauksgeirar
 • Rósmarín
 • Ólífuolía
 • Salt og pipar

Linsubaunapottréttur

 • 70 ml ólífuolía
 • 125 g skalotlaukur, fínsaxaður
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 lárviðarlauf
 • 350 g linsubaunir
 • 1 dós ókryddaðir tómatar  
 • 750 ml kjúklingasoð (hægt að nota vatn og kjúklingakraft)
 • Salt og pipar
 • Skvetta af balsamediki

Aðferð:

Þorskurinn er brúnaður í ólífuolíu á pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. Hvítlauksgeirar og rósmarín er sett með í olíuna og fiskurinn er saltaður og pipraður. Fiskurinn er síðan settur í eldfast mót og bakaður við 180°C í 6 mín.

Linsubaunapottréttur: Setjið ólífuolíu í víðan pott og steikið skalotlauk og hvítlauk, bætið svo lárviðarlaufum, linsubaunum, tómötum og kjúklingasoði út í. Setjið lok á pottinn og sjóðið við vægan hita í 3040 mín. Passið að ofsjóða linsurnar ekki. Kryddið með salti, pipar, balsamediki og ólífuolíu þegar þær eru til og berið fram með þorskinum.

 

Steiktur þorskur með linsubaunapotti
Höfundur uppskriftar

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar.
Marshall veitingahús er við síldarbryggjuna í Reykjavík og leggur meðal annars áherslu á ferskan fisk.

Vissir þú?

Þorskur er botnfiskur sem borðar allt sem hann kemst í tæri við.