Steiktur þorskur á kartöflustöppu kryddaðri með sítrónu, rósmaríni og ólífuolíu

Uppskrift fyrir 4
30-35 mín
6 mín

Innihald:

  • 800 g þorskur
  • 400 g skrældar kartöflur
  • Safi og börkur af 1 sítrónu
  • 2 msk rósmarín, fínsaxað
  • 150 ml jómfrúarolía
  • Salt og pipar 

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar við vægan hita í söltu vatni þar til þær eru tilbúnar. Hellið vatninu af þeim og stappið þær með kartöflustappara. Kryddið til með salti og pipar, sítrónusafa og berki og hellið ólífuolíunni varlega út í. Blandið öllu vel saman og smakkið til. Steikið fiskinn í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar. Berið fram með kartöflumúsinni. 

Steiktur þorskur á kartöflustöppu kryddaðri með sítrónu, rósmarin og ólífuolíu
Höfundur uppskriftar

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar.
Marshall veitingahús er við síldarbryggjuna í Reykjavík og leggur meðal annars áherslu á ferskan fisk.

Vissir þú?

Stærsta bleikja sem veiðst hefur á Íslandi var 87,5 cm að lengd og um 10 kg að þyngd en tegundin verður þó sjaldnast mikið þyngri en 500g.