Laxa carpaccio með ólífuolíu, balsamediki og rósapipar (forréttur)

Uppskrift fyrir 4
10-15 mín
0 mín

Innihald:

  • 160 g lax
  • 1 tsk rósapipar
  • Chili-pipar úr kvörn
  • 8 msk jómfrúarolía
  • 2 msk balsamedik
  • 1 knippi steinselja
  • Salt og pipar
  • Sítrónubátar  

Aðferð:

Skerið laxinn í 2 mm þykkar sneiðar, leggið á disk. Kryddið með rósapipar og chili-pipar. Blandið ólífuolíu og balsamediki vel saman og hellið yfir laxinn. Stráið steinseljunni yfir og berið fram með sítrónunni.  

Laxacarpaccio með ólífuolíu, balsamik, basil og rósarpipar
Höfundur uppskriftar

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar.
Marshall veitingahús er við síldarbryggjuna í Reykjavík og leggur meðal annars áherslu á ferskan fisk.

Vissir þú?

Stærsta bleikja sem veiðst hefur á Íslandi var 87,5 cm að lengd og um 10 kg að þyngd en tegundin verður þó sjaldnast mikið þyngri en 500g.