Steiktur lax með sítrus-balsamic vinaigrette

Uppskrift fyrir 4
20-25 mín
8 mín

Innihald:

  • 800 g lax
  • 180 ml ferskur appelsínusafi
  • 60 ml balsamedik
  • 1 ansjósa, söxuð
  • 2 msk jómfrúarolía
  • 2 msk skalotlaukur, fínsaxaður
  • Ögn af salti og pipar 

Aðferð:

Blandið öllu saman í t.d sultukrukku og hristið vel þannig að allt blandist vel saman. Steikið fiskinn í u.þ.b. 34 mín. á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Kryddið með salti og pipar. Færið fiskinn á fat og haldið heitum, setjið sósuna úr krukkunni á pönnuna og hitið vel og berið fram með fisknum.

Steiktur lax með sitrus-balsamik vinaigrette
Höfundur uppskriftar

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar.
Marshall veitingahús er við síldarbryggjuna í Reykjavík og leggur meðal annars áherslu á ferskan fisk.

Vissir þú?

Ísland er stærsti bleikjuframleiðandi í heiminum.