Aðferð:
Fenníkusalat: Öllu blandað vel saman í skál og geymt í u.þ.b.10 mín.
Raita-sósa: Agúrkan er skræld, skorin eftir endilöngu og kjarninn tekin úr, skorin í þunnar sneiðar og sett í skál með 1 tsk af salti og geymd í 30 mín. Blandið jógúrtinni saman við saltaða agúrkuna, chili-fræin, sítrónusafann, rauðlaukinn, ögn salti og pipar, mintu og kóríander. Blandið vel saman og setjið í kæli (geymist vel í 24 tíma).
Steikið laxinn vel í olíu á vel heitri pönnu í u.þ.b. 3–4 mín. á hvorri hlið, kryddið með salti og pipar. Berið fram með fenníkusalati og raita-sósunni.