Aðferð:
Græni endinn af blaðlauknum er skorinn frá, restin söxuð í sneiðar, skoluð og þerruð. Steikið blaðlaukinn í smjörinu þar til að hann er að verða eldaður. Bætið þá sveppunum saman við, kryddið með salti og pipar og eldið vel saman. Blandið ostrusósunni við og geymið á meðan fiskurinn er steiktur á vel heitri pönnu í 3 mín. á hvorri hlið. Kryddaður með salti og pipar. Berið strax fram.