Steiktur gullkarfi með sveppum, blaðlauk og ostrusósu

Uppskrift fyrir 4
25-30 mín
6 mín

Innihald:

  • 600 g gullkarfi
  • 1 box Flúðasveppir, saxaðir í sneiðar
  • 2 meðalstórir blaðlaukar 
  • 6 msk ostrusósa
  • 30 g smjör
  • Olía til steikingar
  • Salt og pipar 

Aðferð:

Græni endinn af blaðlauknum er skorinn frá, restin söxuð í sneiðar, skoluð og þerruð. Steikið blaðlaukinn í smjörinu þar til að hann er að verða eldaður. Bætið þá sveppunum saman við, kryddið með salti og pipar og eldið vel saman. Blandið ostrusósunni við og geymið á meðan fiskurinn er steiktur á vel heitri pönnu í 3 mín. á hvorri hlið. Kryddaður með salti og pipar. Berið strax fram.  

Steiktur gullkarfi með sveppum, blaðlauk og ostrusósu
Höfundur uppskriftar

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar.
Marshall veitingahús er við síldarbryggjuna í Reykjavík og leggur meðal annars áherslu á ferskan fisk.

Vissir þú?

Gullkarfi er millifeitur fiskur ríkur af heilsustyrkjandi næringarefnum eins og próteinum, ómega-3 og snefilefnum.