Steiktur gullkarfi með kjúklingabaunum og klettasalati

Uppskrift fyrir 4
15-20 mín
6 mín

Innihald:

 • 800 g gullkarfi
 • 400 g soðnar kjúklingabaunir
 • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 1 ferskur rauður chili, saxaður
 • 1 tsk þurrkuð fenníka (fennel)
 • Safi úr 1 sítrónu
 • 1 knippi af steinselju, saxað
 • Ólífuolía
 • Salt og pipar
 • 150 g klettasalat
 • Jómfrúarolía

Aðferð:

Setjið ólífuolíu í pott og bætið hvítlauk og rauðum chili í pottinn. Sigtið allt vatn frá kjúklingabaununum, setjið í pottinn. Bætið við fenníku, sítrónusafa og steinselju. Hitið í u.þ.b. 5 mín. Steikið gullkarfann í 3 mín. á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Blandið klettasalatinu við kjúklingabaunablönduna og berið fram með þorskinum. Gott er að hella smá jómfrúarolíu yfir réttinn.

Steiktur gullkarfi með kjúklingabaunum og klettakáli
Höfundur uppskriftar

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar.
Marshall veitingahús er við síldarbryggjuna í Reykjavík og leggur meðal annars áherslu á ferskan fisk.

Vissir þú?

Gullkarfi gýtur lifandi afkvæmum, ólíkt mörgum fisktegundum.