Aðferð:
Pískið saman eggin, mjólkina og hveitið. Leggið fiskinn í eggjablönduna á meðan raspurinn er blandaður. Blandið saman brauðraspi, haframjöli, salti, sítrónupipar, karrí og kókosmjöli. Veltið fisknum upp úr raspinum og steikið á báðum hliðum á meðalheitri pönnu. Berið fram með kartöflum og fersku grænmeti.