Aðferð:
Karfinn: Hitið ofninn í 180°C. Setjið fiskinn í eldfast mót eða ofnskúffu og kryddið með salti og sítrónupipar. Bakið í ofni með blæstri í 10–15 mín.
Bankabyggið: Sjóðið á vægum hita í 40 mín. Smakkið til með salti og pipar. Einnig er gott að setja örlítið af ólífuolíu og sítrónusafa saman við og krydda með ferskri steinselju og kóríander.
Grænmetið: Takið spergilkálið, blómkálið og gulræturnar og skerið niður. Sjóðið í léttsöltuðu vatni í 5–10 mín.