Aðferð:
Skerið gullkarfann í ræmur eða ferninga 3x3 cm. Raðið fisknum í ílát, grunnt fat eða skál, og hellið límónusafanum yfir þannig að fljóti yfir fiskinn. Bætið humrinum við. Lokið ílátinu og setjið í kæli í 4–5 klukkustundir. Veltið við annað slagið af varfærni. Þegar tíminn er liðinn hefur límónuvökvinn lokið hlutverki sínu og við blasir þéttur, hvítur og stinnur fiskurinn. Hellið vökvanum af.
Skerið papriku, lauk, chili, hvítlauk, kóríander (munið að geyma hluta af kóríandernum í skreytingu) og tómata og setjið í skál. Blandið síðan olíu, ediki og kryddi saman við og hellið yfir fiskinn. Blandið vel saman og setjið í kæli í sólarhring eða svo.
Stundarfjórðungi áður en rétturinn er borinn fram er fiskurinn tekinn úr kælinum og látinn standa við stofuhita. Rífið kóríander yfir fiskinn og malið ögn af svörtum pipar. Berið réttinn fram á litlum diskum eða staupum fyrir hvern og einn með humarhalana efst.