Grískur gullkarfaréttur

Uppskrift fyrir 4
20-25 mín
12 mín

Innihald:

  • 800 g gullkarfahnakkar
  • 100 g sólþurrkaðir tómatar
  • 100 g heilar, steinlausar ólífur 
  • 3 hvítlauksgeirar úr olíu, saxaðir
  • 1 lúka klettasalat, saxað
  • 5 msk fetaostur (taka vel af olíunni með, þar sem að hún bragðbætir vel)
  • ½ rauð paprika skorin í teninga
  • 5 msk möndlur eða salthnetur, saxaðar
  • Salt og pipar 

Aðferð:

Skerið karfann í bita og setjið í eldfast form og saltið og piprið smá. Saxið sólþurrkuðu tómatana, klettasalatið, hvítlaukinn og paprikuna og ristið saman á pönnu. Dreifið þessu jafnt yfir fiskinn, fetaostinum og söxuðu möndlurnar/hnetunum og hellið loks smáveigis af olíunni af fetaostinum yfir réttinn. Eldið í 812 mín í 200°C heitum ofni. 

Grískur karfaréttur
Höfundur uppskriftar

Oddur Smári Rafnsson

Matreiðslumaðurinn Oddur Smári Rafnsson hefur víðtæka reynslu úr veitingageiranum og hefur meðal annars starfað í Perlunni, hjá Skútunni í Hafnarfirði og hjá Fiskisögu. Hann starfaði einnig sem yfirmatreiðslumaður á Saffran og hannaði matseðil staðarins. Oddur hefur unnið mikið í vöruþróun fyrir innflutningsfyrirtæki og fjölda veitingastaða á Íslandi. Honum finnst fátt skemmtilegra en að matreiða góðan mat og njóta hans með góðu fólki.

Vissir þú?

Þorskur er botnfiskur sem borðar allt sem hann kemst í tæri við.